Örin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. október 2018 07:00 Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun