Hrútasýningar um allt land: Bændur raða fénu upp í gæðaröð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2018 20:15 Pétur að mæla vöðva á hrygg með sónartæki á hrútasýningunni. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira