Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 12:10 Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. vísir/vilhelm Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10