8000 teskeiðar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2018 07:15 Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar