Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. október 2018 19:45 Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“ Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38