Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2018 11:35 Blóðgjafar á rauðu bekkjunum í Blóðbankanum á Snorrabraut. Vísir/Egill Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Þetta er mat Sóttvarnalæknis sem tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins eftir umræðu um efnið í sumar. Þetta kemur í tímaritinu Farsóttafréttir sem Landlæknir gefur út (PDF). Sóttvarnarlæknir segist hafa metið stöðuna og lýst þessu sem mögueika að teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða. Með vandaðri skimun blóðs á að vera lítil eða nánast engin hætta á blóðbornu smiti með slíku fyrirkomulagi. „Hafa þarf í huga að engin blóðgjöf er fullkomlega örugg og allar aðgerðir þurfa að taka mið af því að draga úr áhættu eins og kostur er. Því þarf skimun fyrir blóðkornum sjúkdómsvöldum að ná til allra blóðgjafa,“ segir sóttvarnarlæknir. Forsendur þess að karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM) verði leyft að gefa blóð að undangengnu kynlífsbindini eru tvær að mati sóttvarnarlæknis. Annars vegar að spurningar til blóðgjafa þurfi að vanda og gæta fyllsta trúnaðar. Hins vegar að rannsóknaraðferðir við skimun á öllu blóði fyrir HIV, lifrarbólgu B og C og sárasótt verði að vera áreiðanlegar og kostnaðarhagkvæmar. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð.Heilbrigðisráðherra hefur sagt ákvörðun í málinu handan við hornið. Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Þetta er mat Sóttvarnalæknis sem tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins eftir umræðu um efnið í sumar. Þetta kemur í tímaritinu Farsóttafréttir sem Landlæknir gefur út (PDF). Sóttvarnarlæknir segist hafa metið stöðuna og lýst þessu sem mögueika að teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða. Með vandaðri skimun blóðs á að vera lítil eða nánast engin hætta á blóðbornu smiti með slíku fyrirkomulagi. „Hafa þarf í huga að engin blóðgjöf er fullkomlega örugg og allar aðgerðir þurfa að taka mið af því að draga úr áhættu eins og kostur er. Því þarf skimun fyrir blóðkornum sjúkdómsvöldum að ná til allra blóðgjafa,“ segir sóttvarnarlæknir. Forsendur þess að karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM) verði leyft að gefa blóð að undangengnu kynlífsbindini eru tvær að mati sóttvarnarlæknis. Annars vegar að spurningar til blóðgjafa þurfi að vanda og gæta fyllsta trúnaðar. Hins vegar að rannsóknaraðferðir við skimun á öllu blóði fyrir HIV, lifrarbólgu B og C og sárasótt verði að vera áreiðanlegar og kostnaðarhagkvæmar. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð.Heilbrigðisráðherra hefur sagt ákvörðun í málinu handan við hornið.
Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00