Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 13:14 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. Forsetinn vísaði þó ekki í neina umfjöllun um Skripal máli sínu til stuðnings en sagði ljóst að Skripal væri ekkert sérstakur. „Hann er bara njósnari. Föðurlandssvikari,“ sagði Pútín og gekk lengra skömmu seinna: „Hann er drullusokkur.“Pútín tjáði sig um Skripal á orkuráðstefnu sem fer nú fram í Moskvu og sagðist vonast til þess að umræðan um Skripal hætti sem fyrst. Hún hefði verið blásin upp úr öllu valdi. Skripal og dóttir hans Yulia urðu fyrir eitrun Novichok taugaeitursins í mars og voru mjög þungt haldin í nokkurn tíma. Yfirvöld Bretlands hafa sakað leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, um að reyna að ráða Skripal af dögum. Myndir hafa verið birtar af tveimur mönnum sem grunaðir eru um árásina og hefur annar þeirra verið opinberaður sem Anatoliy Chepiga, ofursti í GRU.Bretar hafa haldið því fram að skipunin um að ráða Skripal af dögum hafi komið frá hæstu stigum rússneskra stjórnvalda. Það er, komið frá Pútín sjálfum. Skripal starfaði fyrir GRU á árum áður en sveik Rússland og veitti Bretum upplýsingar fyrir peninga. Hann var þó á endanum handtekinn og dæmdur fyrir njósnir.Sjá einnig: Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögumHonum var þó sleppt árið 2010 þegar Rússar skiptu honum og öðrum fyrir njósnara þeirra sem höfðu verið handsamaðir. Eftir það hefur Skripal reglulega rætt við starfsmenn annarra leyniþjónusta. Pútín nefndi það sérstaklega til marks um það að Skripal væri drullusokkur. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. Forsetinn vísaði þó ekki í neina umfjöllun um Skripal máli sínu til stuðnings en sagði ljóst að Skripal væri ekkert sérstakur. „Hann er bara njósnari. Föðurlandssvikari,“ sagði Pútín og gekk lengra skömmu seinna: „Hann er drullusokkur.“Pútín tjáði sig um Skripal á orkuráðstefnu sem fer nú fram í Moskvu og sagðist vonast til þess að umræðan um Skripal hætti sem fyrst. Hún hefði verið blásin upp úr öllu valdi. Skripal og dóttir hans Yulia urðu fyrir eitrun Novichok taugaeitursins í mars og voru mjög þungt haldin í nokkurn tíma. Yfirvöld Bretlands hafa sakað leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, um að reyna að ráða Skripal af dögum. Myndir hafa verið birtar af tveimur mönnum sem grunaðir eru um árásina og hefur annar þeirra verið opinberaður sem Anatoliy Chepiga, ofursti í GRU.Bretar hafa haldið því fram að skipunin um að ráða Skripal af dögum hafi komið frá hæstu stigum rússneskra stjórnvalda. Það er, komið frá Pútín sjálfum. Skripal starfaði fyrir GRU á árum áður en sveik Rússland og veitti Bretum upplýsingar fyrir peninga. Hann var þó á endanum handtekinn og dæmdur fyrir njósnir.Sjá einnig: Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögumHonum var þó sleppt árið 2010 þegar Rússar skiptu honum og öðrum fyrir njósnara þeirra sem höfðu verið handsamaðir. Eftir það hefur Skripal reglulega rætt við starfsmenn annarra leyniþjónusta. Pútín nefndi það sérstaklega til marks um það að Skripal væri drullusokkur.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17