Sýklalyfjanotkun á Íslandi jókst í fyrra en ónæmi enn lágt 2. október 2018 17:50 Starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis í fyrra. Notkun sýklalyfja jókst í fyrra miðað við árið á undan. Fréttablaðið/EYÞÓR Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum. Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum.
Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira