Ræðu Boris Johnson beðið með mikilli eftirvæntingu Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 11:32 Boris Johnson sagði af sér sem utanríkisráðherra Bretlands í sumar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið. Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið.
Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent