Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. október 2018 21:55 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan. Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan.
Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15