Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. AP/Leo Correa Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. Síðari umferð brasilísku fer fram þann 28. október þar sem kosið verður milli Haddad og Bolsonaro. Bosonaro, þykir líklegastur til að sigra kosningarnar, neitar ásökunum Haddad. Haddad segir að Bolsonaro og hans lið hafi greitt félagi fyrir að dreifa ósannindum um Haddad til að koma á hann höggi. Segir Haddad þetta vera skýrt brot á kosningalögum landsins. „Andstæðingurinn hefur gerst brotlegur við lög til að ná forskoti,“ segir Haddad, sem er fulltrúi Verkamannaflokks landsins.Ósannindi á WhatsApp Blaðið Folha de São Paulo greindi frá því að félög hefðu fengið greidd um 340 milljónir króna fyrir að dreifa skilaboðum um Haddad á WhatsApp. Lögmaður Bolsonaro hafnar ásökununum og segir engar sannanir fyrir því að skjólstæðingur sinn eða kosningalið hans standi að baki þessu, Kosningabaráttan hefur verið hörð og í síðustu viku sakaði Haddad Bolsonaro um að hvetja til ofbeldis. Skoðanakannanir benda til að Bolsonaro muni fá um 58 prósent atkvæða en Haddad um 42 prósent. Í fyrri umferð kosninganna hlaut Bolsonaro 46 prósent atkvæða en Haddad 29 prósent. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð verður kosið milli tveggja efstu í annarri umferð.Fernando Haddad er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins.AP/Andre PennerVill taka hart á glæpum Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Fyrrverandi borgarstjóri Haddad er fyrrverandi borgarstjóri São Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. 7. október 2018 09:08 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. Síðari umferð brasilísku fer fram þann 28. október þar sem kosið verður milli Haddad og Bolsonaro. Bosonaro, þykir líklegastur til að sigra kosningarnar, neitar ásökunum Haddad. Haddad segir að Bolsonaro og hans lið hafi greitt félagi fyrir að dreifa ósannindum um Haddad til að koma á hann höggi. Segir Haddad þetta vera skýrt brot á kosningalögum landsins. „Andstæðingurinn hefur gerst brotlegur við lög til að ná forskoti,“ segir Haddad, sem er fulltrúi Verkamannaflokks landsins.Ósannindi á WhatsApp Blaðið Folha de São Paulo greindi frá því að félög hefðu fengið greidd um 340 milljónir króna fyrir að dreifa skilaboðum um Haddad á WhatsApp. Lögmaður Bolsonaro hafnar ásökununum og segir engar sannanir fyrir því að skjólstæðingur sinn eða kosningalið hans standi að baki þessu, Kosningabaráttan hefur verið hörð og í síðustu viku sakaði Haddad Bolsonaro um að hvetja til ofbeldis. Skoðanakannanir benda til að Bolsonaro muni fá um 58 prósent atkvæða en Haddad um 42 prósent. Í fyrri umferð kosninganna hlaut Bolsonaro 46 prósent atkvæða en Haddad 29 prósent. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð verður kosið milli tveggja efstu í annarri umferð.Fernando Haddad er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins.AP/Andre PennerVill taka hart á glæpum Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Fyrrverandi borgarstjóri Haddad er fyrrverandi borgarstjóri São Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. 7. október 2018 09:08 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06
Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. 7. október 2018 09:08
Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27