Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2018 15:41 Starfsmenn sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm við styttingu vinnuviku. Vísir/Vilhelm Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Þetta kom fram á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum styttingu vinnuvikunnar um fjórar til fimm klukkustundir á fjölskyldulíf og jafnrétti hjá starfsfólki hjá ríki og borg.Meiri starfsánægja og betri starfsandi Litið var á eina megindlega rannsókn og þrjár kannanir sem gerðar voru með sex mánaða millibili til að kanna áhrifin. Mæld var kulnun í starfi, streita, jafnvægi vinnu og einkalífs og viðhorf til starfs og vinnustaðar. Viðmælendum ber saman um að starfsánægja og starfsandi verður meiri, minna er um útréttingar í vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm. Margir orðuðu það svo að það gengi betur að „púsla saman deginum“. Viðmælendur upplifðu líka bætta líkamlega og andlega heilsu. Konur virðast ennþá oftast vera verkstjórar á heimilinu en karlar taka þó meiri þátt í húsverkum og uppeldi barna sinna með styttingu vinnuvikunnar. Þeir voru ánægðir með að taka þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna, svo sem að sækja þau í dagvistun. Konur, sem tóku þátt, fundu lítinn mun á umfangi húsverka né töldu að þær gerðu meira en áður. Konur voru einnig líklegri til þess að minnast á að samviskubit þeirra hafi minnkað þar sem þær gátu frekar sinnt hlutum utan heimilis eins og líkamsrækt og að hitta vinkonur.Verkefnið orðið þriggja ára Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hófst fyrst á árið 2015 með þátttöku Reykjavíkurborgar en árið 2017 hófst annað tilraunaverkefni á vegum ríkisins. Þær athuganir sem vitnað er í hér að ofan eru frá þessum fyrri áföngum verkefnisins. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Alls um 2000 borgarstarfsmenn. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Þetta kom fram á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum styttingu vinnuvikunnar um fjórar til fimm klukkustundir á fjölskyldulíf og jafnrétti hjá starfsfólki hjá ríki og borg.Meiri starfsánægja og betri starfsandi Litið var á eina megindlega rannsókn og þrjár kannanir sem gerðar voru með sex mánaða millibili til að kanna áhrifin. Mæld var kulnun í starfi, streita, jafnvægi vinnu og einkalífs og viðhorf til starfs og vinnustaðar. Viðmælendum ber saman um að starfsánægja og starfsandi verður meiri, minna er um útréttingar í vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm. Margir orðuðu það svo að það gengi betur að „púsla saman deginum“. Viðmælendur upplifðu líka bætta líkamlega og andlega heilsu. Konur virðast ennþá oftast vera verkstjórar á heimilinu en karlar taka þó meiri þátt í húsverkum og uppeldi barna sinna með styttingu vinnuvikunnar. Þeir voru ánægðir með að taka þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna, svo sem að sækja þau í dagvistun. Konur, sem tóku þátt, fundu lítinn mun á umfangi húsverka né töldu að þær gerðu meira en áður. Konur voru einnig líklegri til þess að minnast á að samviskubit þeirra hafi minnkað þar sem þær gátu frekar sinnt hlutum utan heimilis eins og líkamsrækt og að hitta vinkonur.Verkefnið orðið þriggja ára Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hófst fyrst á árið 2015 með þátttöku Reykjavíkurborgar en árið 2017 hófst annað tilraunaverkefni á vegum ríkisins. Þær athuganir sem vitnað er í hér að ofan eru frá þessum fyrri áföngum verkefnisins. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Alls um 2000 borgarstarfsmenn. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30