Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 21:00 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtiðarlegu Vestfjarðavegar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00