Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 15:00 Róið á Flóaáveitunni. Ræsið er á heimreiðinni að Brúnastöðum, þar sem Guðni er fæddur og uppalinn. Stöð 2/Einar Árnason. Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum: Flóahreppur Um land allt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum:
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira