Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2018 07:00 Þungunarrof verður ekki heimilt samkvæmt frumvarpinu eftir 18. viku meögöngu nema fóstrið teljist ólífvænlegt. Vísir/Getty Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira