Beit dyravörð og gest í miðborginni Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 12:35 Lögregla hefur haft í nógu að snúast síðan kl.18 í gær. Vísir/Vilhelm Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt. Lögreglumál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt.
Lögreglumál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira