Bragginn og bjöllurnar Örn Þórðarson skrifar 11. október 2018 07:00 Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri?
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar