Stjarnan með fullt hús stiga Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2018 21:13 Rodriguez átti frábæran leik gegn Keflavík í fyrstu umferð og hélt uppteknum hætti áfram í kvöld Vísir Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira