Ráðlagði lestur á úrskurðinum svo „farið væri rétt með“ en fór sjálf með rangt mál Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 20:50 Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04
Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29