Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 19:15 Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér. Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér.
Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00