Stórt skref í París fyrir 204 íslenskar konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 14:47 Rúm sjö ár eru liðin síðan hið svokallaða PIP brjóstapúðamál komst í hámæli. Hæstiréttur Frakkland kvað klukkan 14 upp dóm í PIP-sílikonmálinu svokallaða. 204 íslenskar konur eru hluti af málsókn níu þúsund kvenna á hendur þýska eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland. Málið hefur verið rekið í Frakklandi undanfarin þrjú ár en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér. Málið er nokkuð flókið þar sem um fleiri en eina hópmálsókn er að ræða. Íslensku konurnar eru hluti af málsókn númer tvö en málsókn númer eitt er sú sem er komin lengst í kerfinu og Hæstiréttur fjallaði um í dag. Málsókn númer eitt yrði fordæmisgefandi fyrir málsókn íslensku kvennanna. Þýska eftirlitsfyrirtækið var dæmt ábyrgt fyrir því að brjóstapúðarnir, sem notaðir voru um allan heim, voru gallaðir. Fyrirtækið var sagt hafa vanrækt skyldur sínar um eftirlit og árvekni með því að hafa samþykkt að PIP-púðarnir uppfylltu evrópskar reglugerðir þrátt fyrir að þeir innihéldu iðnaðarsílíkon. Áfrýjunardómstóll í Aix-en-Provence í Frakklandi, millidómstig, komst að öndverði niðurstöðu þegar málið var tekið fyrir þar. Var niðurstaðan sú að þýskai eftirlitsaðilinn væri ekki skaðabótaskyldur. Fyrir vikið fór málið á þriðja dómstig, Hæstarétt. Niðurstaðan þar var að staðfesta ekki niðurstöðu áfrýjunardómstólsins heldur senda málið aftur til meðferðar hjá áfrýjunardómstól. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður. „Niðurstaðan, sem mér er sagt að hafa verið mjög afgerandi, var sú að áfrýjunardómstóllinn í París á að taka málið til meðferðar,“ segir Saga Ýrr í samtali við Vísi. Hún var viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag ásamt lögmönnum frá fleiri löndum. „Þetta er í raun mesti sigur sem hægt var að vinna á þessu stigi máls og mun hafa áhrif á þær íslensku konur sem eru aðilar að hópmálsókn nr. 2. Þá var á sama tíma tekin ákvörðun um að bætt verður við hópmálsókn nr. 4 og mun þar með opnast fyrir þann möguleika að fleiri konur geti sótt sér skaðabætur sem og íslenska ríkið. En eins og upplýst hefur verið um í fjölmiðlum hefur íslenska ríkið ekki enn látið reyna á rétt sinn, því miður.“ Talið hefur verið að um 300 þúsund konur í 65 löndum, þar á meðal Íslandi, hafi notað gallaða brjóstapúða frá PIP. Mikill fjöldi hefur látið fjarlægja þá eftir að í ljós kom að iðnaðarsílíkon var notað við framleiðslu þeirra. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2011 en eigandi PIP var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir svik árið 2013. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Gert að afhenda nöfn allra kvenna sem fengu PIP brjóstapúða Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að lögfræðingurin Saga Ýrr Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Vox lögmannsstofu, skuli afhenda skattrannsóknarstjóra yfirlit yfir nöfn og kennitölur allra þeirra kvenna sem hafa leitað til hennar eftir lögfræðiaðstoð vegna brjóstastækkunar hjá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Allar konurnar fengu grædda í sig svokallaða PIP-brjóstapúða hjá Jens, sem síðar reyndust gallaðir. 30. maí 2012 14:47 Íslenskar konur fá bætur vegna PIP-púðanna Hátt í 200 íslenskar konur sem stefndu eftirlitsfyrirtækinu TUV Rheinland vegna PIP-brjóstapúðanna voru í dag greiddar um þrjú þúsund evrur í skaðabætur, tæplega 400 þúsund krónur 21. september 2017 22:35 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Í fangelsi fyrir svikna brjóstapúða Framleiðandi PIP-brjóstapúðanna hlaut í morgun fjögurra ára fangelsisdóm og þarf að greiða 75 þúsund evra sekt. 10. desember 2013 10:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hæstiréttur Frakkland kvað klukkan 14 upp dóm í PIP-sílikonmálinu svokallaða. 204 íslenskar konur eru hluti af málsókn níu þúsund kvenna á hendur þýska eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland. Málið hefur verið rekið í Frakklandi undanfarin þrjú ár en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér. Málið er nokkuð flókið þar sem um fleiri en eina hópmálsókn er að ræða. Íslensku konurnar eru hluti af málsókn númer tvö en málsókn númer eitt er sú sem er komin lengst í kerfinu og Hæstiréttur fjallaði um í dag. Málsókn númer eitt yrði fordæmisgefandi fyrir málsókn íslensku kvennanna. Þýska eftirlitsfyrirtækið var dæmt ábyrgt fyrir því að brjóstapúðarnir, sem notaðir voru um allan heim, voru gallaðir. Fyrirtækið var sagt hafa vanrækt skyldur sínar um eftirlit og árvekni með því að hafa samþykkt að PIP-púðarnir uppfylltu evrópskar reglugerðir þrátt fyrir að þeir innihéldu iðnaðarsílíkon. Áfrýjunardómstóll í Aix-en-Provence í Frakklandi, millidómstig, komst að öndverði niðurstöðu þegar málið var tekið fyrir þar. Var niðurstaðan sú að þýskai eftirlitsaðilinn væri ekki skaðabótaskyldur. Fyrir vikið fór málið á þriðja dómstig, Hæstarétt. Niðurstaðan þar var að staðfesta ekki niðurstöðu áfrýjunardómstólsins heldur senda málið aftur til meðferðar hjá áfrýjunardómstól. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður. „Niðurstaðan, sem mér er sagt að hafa verið mjög afgerandi, var sú að áfrýjunardómstóllinn í París á að taka málið til meðferðar,“ segir Saga Ýrr í samtali við Vísi. Hún var viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag ásamt lögmönnum frá fleiri löndum. „Þetta er í raun mesti sigur sem hægt var að vinna á þessu stigi máls og mun hafa áhrif á þær íslensku konur sem eru aðilar að hópmálsókn nr. 2. Þá var á sama tíma tekin ákvörðun um að bætt verður við hópmálsókn nr. 4 og mun þar með opnast fyrir þann möguleika að fleiri konur geti sótt sér skaðabætur sem og íslenska ríkið. En eins og upplýst hefur verið um í fjölmiðlum hefur íslenska ríkið ekki enn látið reyna á rétt sinn, því miður.“ Talið hefur verið að um 300 þúsund konur í 65 löndum, þar á meðal Íslandi, hafi notað gallaða brjóstapúða frá PIP. Mikill fjöldi hefur látið fjarlægja þá eftir að í ljós kom að iðnaðarsílíkon var notað við framleiðslu þeirra. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2011 en eigandi PIP var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir svik árið 2013.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Gert að afhenda nöfn allra kvenna sem fengu PIP brjóstapúða Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að lögfræðingurin Saga Ýrr Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Vox lögmannsstofu, skuli afhenda skattrannsóknarstjóra yfirlit yfir nöfn og kennitölur allra þeirra kvenna sem hafa leitað til hennar eftir lögfræðiaðstoð vegna brjóstastækkunar hjá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Allar konurnar fengu grædda í sig svokallaða PIP-brjóstapúða hjá Jens, sem síðar reyndust gallaðir. 30. maí 2012 14:47 Íslenskar konur fá bætur vegna PIP-púðanna Hátt í 200 íslenskar konur sem stefndu eftirlitsfyrirtækinu TUV Rheinland vegna PIP-brjóstapúðanna voru í dag greiddar um þrjú þúsund evrur í skaðabætur, tæplega 400 þúsund krónur 21. september 2017 22:35 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Í fangelsi fyrir svikna brjóstapúða Framleiðandi PIP-brjóstapúðanna hlaut í morgun fjögurra ára fangelsisdóm og þarf að greiða 75 þúsund evra sekt. 10. desember 2013 10:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Gert að afhenda nöfn allra kvenna sem fengu PIP brjóstapúða Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að lögfræðingurin Saga Ýrr Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Vox lögmannsstofu, skuli afhenda skattrannsóknarstjóra yfirlit yfir nöfn og kennitölur allra þeirra kvenna sem hafa leitað til hennar eftir lögfræðiaðstoð vegna brjóstastækkunar hjá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Allar konurnar fengu grædda í sig svokallaða PIP-brjóstapúða hjá Jens, sem síðar reyndust gallaðir. 30. maí 2012 14:47
Íslenskar konur fá bætur vegna PIP-púðanna Hátt í 200 íslenskar konur sem stefndu eftirlitsfyrirtækinu TUV Rheinland vegna PIP-brjóstapúðanna voru í dag greiddar um þrjú þúsund evrur í skaðabætur, tæplega 400 þúsund krónur 21. september 2017 22:35
140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15
Í fangelsi fyrir svikna brjóstapúða Framleiðandi PIP-brjóstapúðanna hlaut í morgun fjögurra ára fangelsisdóm og þarf að greiða 75 þúsund evra sekt. 10. desember 2013 10:30