Getur ekki einhver annar sinnt þessu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. október 2018 07:30 Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar