„Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn?“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 13:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fulltrúi lögreglunnar á Twitter er ekki ánægður með viðbrögð við myndbandsupptöku af handtöku í Kópavogi. „Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
„Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14