Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2018 07:41 Brak sem leitarmenn hafa fundið. AP/BNPB Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46