Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2018 06:15 Bowers er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn. NordicPhotos/Getty Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira