Segja eigandann hafa verið um borð í þyrlunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2018 08:08 Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/Getty Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi knattspyrnufélagsins Leicester City, var um borð í þyrlunni sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium, í gærkvöldi. Þetta hefur breska fréttastofan BBC eftir aðstandanda fjölskyldu Srivaddhanaprabha. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti á níunda tímanum í gærkvöldi eftir leik Leicester og West Ham United. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er óttast að nokkrir hafi látist í slysinu. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar og var fjöldi viðbragðsaðila ræstur út í kjölfar slyssins.English Premier League club Leicester dealing with “major incident” after helicopter crashes outside stadium following matchhttps://t.co/QZy8NJ2YdP pic.twitter.com/zafWEHxuH7— AP Sports (@AP_Sports) October 27, 2018 Fjölmargir innan knattspyrnuheimsins hafa sent leikmönnum Leicester, stjórnendum og aðdáendum liðsins samúðarkveðjur. Það sem af er morgni hefur fólk streymt að leikvanginum í Leicester og vottað virðingu sína.People continue to arrive in numbers to offer their support - pic.twitter.com/yJnDlkjas0— BBC Leicester Sport (@BBCRLSport) October 28, 2018 Sjónarvottar segjast hafa séð Kasper Schmeichel, markmann félagsins, hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð. Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester. Hann hefur það fyrir sið að fara upp í þyrluna á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.Srivaddhanaprabha gengur hér að þyrlu sinni á leikvanginum árið 2016.Getty/Catherine Ivill Asía Bretland Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi knattspyrnufélagsins Leicester City, var um borð í þyrlunni sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium, í gærkvöldi. Þetta hefur breska fréttastofan BBC eftir aðstandanda fjölskyldu Srivaddhanaprabha. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti á níunda tímanum í gærkvöldi eftir leik Leicester og West Ham United. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er óttast að nokkrir hafi látist í slysinu. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar og var fjöldi viðbragðsaðila ræstur út í kjölfar slyssins.English Premier League club Leicester dealing with “major incident” after helicopter crashes outside stadium following matchhttps://t.co/QZy8NJ2YdP pic.twitter.com/zafWEHxuH7— AP Sports (@AP_Sports) October 27, 2018 Fjölmargir innan knattspyrnuheimsins hafa sent leikmönnum Leicester, stjórnendum og aðdáendum liðsins samúðarkveðjur. Það sem af er morgni hefur fólk streymt að leikvanginum í Leicester og vottað virðingu sína.People continue to arrive in numbers to offer their support - pic.twitter.com/yJnDlkjas0— BBC Leicester Sport (@BBCRLSport) October 28, 2018 Sjónarvottar segjast hafa séð Kasper Schmeichel, markmann félagsins, hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð. Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester. Hann hefur það fyrir sið að fara upp í þyrluna á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.Srivaddhanaprabha gengur hér að þyrlu sinni á leikvanginum árið 2016.Getty/Catherine Ivill
Asía Bretland Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14