Reynir Pétur segist vel geta orðið 100 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2018 19:45 Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira