Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 19:00 Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira