Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 19:00 Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira