Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 06:00 Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart. IWF „Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00