Ráðherra segir hátekjuskatt koma til greina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2018 11:59 Ásmundur Einar Daðason ávarpaði þing ASÍ í morgun. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58
Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46
Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?