Á flótta í traktor í níu daga | Ótrúleg saga leikmanns sem mætir Liverpool Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 11:30 Lífshlaup flóttamannsins Degenek er ótrúlegt en nú er hann kominn í Meistaradeildina. vísir/getty Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira