Færri krabbamein með minni áfengisneyslu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. október 2018 07:00 Rannsóknir sýna skýr tengsl á milli nokkurra tegunda krabbameins og áfengisneyslu. Nordicphotos/Getty Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira