Tekur oft lengri tíma að vinna með varnarleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2018 10:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Sjá meira
„Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Sjá meira