Heimsmarkmið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2018 07:00 Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun