Samstaða og barátta í sextíu ár Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar