Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 16:20 Bolsonaro er þekktur fyrir ofstæki og hatursorðræðu. Hann hótar andstæðingum sínum nú ofsóknum. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad. Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad.
Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00
Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50
Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27