„Lagðist bara í sófann og fór að gráta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. október 2018 16:15 „Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira