Spilafíkill varð undir í 80 milljóna baráttu við ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 10:20 Guðlaugur Karlsson fyrir framan spilakassana sem hafa haft af honum aleiguna að hans sögn. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00