Varðveitum þjóðleiðirnar Einar Skúlason skrifar 22. október 2018 09:00 Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar