Segir hagsmunasamtök stjórna landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. október 2018 12:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand. Stj.mál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand.
Stj.mál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira