Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2018 21:45 Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson, bændur á Húsafelli, við lón Urðarfellsvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda: Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda:
Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30