Launaleynd og þyngdarlögmálið Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2018 08:00 Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar