Þekkir þú einhvern Sigurberg? Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2018 11:00 Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar