Minning látinna og snjallsímar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Næsti sunnudagur, 4. nóvember, er merkilegur fyrir þær sakir að þá er minning látinna haldin í kirkjum landsins í tilefni af allra heilagra messu sem er löng og djúphugsuð hefð. En dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að þá er símalaus sunnudagur Barnaheilla þegar samtökin skora á landsmenn að segja skilið við símann í einn dag og vakna til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldna. Ein af frumþörfum okkar er að hafa tengsl. Lát ástvinar er sárt tengslarof. Margt aldrað fólk var alið upp við það að best væri í sorgarúrvinnslu að nefna sem sjaldnast þann sem látinn er. Þannig myndi sorgin fyrr dofna. Sem betur fer vitum við í dag að eitt það mikilvægasta í sorgarúrvinnslu er að halda minningu hins látna á lofti og gera það með skapandi og kærleiksríkum hætti. Ég hef margoft orðið vitni að því hvernig syrgjendur geyma í símanum sínum myndir og mikilvæg skilaboð frá þeim sem er látinn. Og vissulega eru símtækin mögnuð tengslatæki. Hitt er jafn satt að skefjalaus símanotkun einangrar okkur hvert frá öðru og skapar áreiti. Á símalausa sunnudeginum skulum við gefa hvert öðru og einkum börnunum þá gjöf að láta enga snjallsímanotkun trufla góðan leik eða innihaldsríka nærveru. Ég skora á okkur að leggja símanum þennan dag og iðka samveru með ástvinum, taka engar myndir en njóta þess að enn er tími til að horfast í augu, tala saman og faðmast. Minning látinna og símalausi sunnudagurinn fara vel saman, því við heiðrum minningu hinna látnu best með því að nota tímann með þeim sem eftir lifa og vera þakklát að enn skuli vera hægt að slá á þráðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Næsti sunnudagur, 4. nóvember, er merkilegur fyrir þær sakir að þá er minning látinna haldin í kirkjum landsins í tilefni af allra heilagra messu sem er löng og djúphugsuð hefð. En dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að þá er símalaus sunnudagur Barnaheilla þegar samtökin skora á landsmenn að segja skilið við símann í einn dag og vakna til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldna. Ein af frumþörfum okkar er að hafa tengsl. Lát ástvinar er sárt tengslarof. Margt aldrað fólk var alið upp við það að best væri í sorgarúrvinnslu að nefna sem sjaldnast þann sem látinn er. Þannig myndi sorgin fyrr dofna. Sem betur fer vitum við í dag að eitt það mikilvægasta í sorgarúrvinnslu er að halda minningu hins látna á lofti og gera það með skapandi og kærleiksríkum hætti. Ég hef margoft orðið vitni að því hvernig syrgjendur geyma í símanum sínum myndir og mikilvæg skilaboð frá þeim sem er látinn. Og vissulega eru símtækin mögnuð tengslatæki. Hitt er jafn satt að skefjalaus símanotkun einangrar okkur hvert frá öðru og skapar áreiti. Á símalausa sunnudeginum skulum við gefa hvert öðru og einkum börnunum þá gjöf að láta enga snjallsímanotkun trufla góðan leik eða innihaldsríka nærveru. Ég skora á okkur að leggja símanum þennan dag og iðka samveru með ástvinum, taka engar myndir en njóta þess að enn er tími til að horfast í augu, tala saman og faðmast. Minning látinna og símalausi sunnudagurinn fara vel saman, því við heiðrum minningu hinna látnu best með því að nota tímann með þeim sem eftir lifa og vera þakklát að enn skuli vera hægt að slá á þráðinn.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar