Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 07:15 Björn Bragi hefur verið spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, frá árinu 2013. Fréttablaðið/Stefán Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér. MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.
MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15
Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56
Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07
Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30