Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 11:31 Auglýsingin er í raun stuttmynd frá Greenpeace sem stórleikkonan Emma Thompson talsetti. Skjáskot Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Bretland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.
Bretland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira