Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2018 11:22 Páll Magnússon hellti sér yfir Pírata í gær fyrir að þjófkenna Ásmund Friðriksson. Björn Leví segir Pál vera að biðja um það hið sama og fyrirspurn hans snýst um: Að akstursstyrkir Ásmundar verði rannsakaðir. „Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd. Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
„Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd.
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19