Fékk víti fyrir að sparka í jörðina en bað alla afsökunar eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 11:00 Raheem Sterling dettur í grasið eftir að hafa sparkað í jörðina. Vísir/Getty Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira