Ferðamenn felmtri slegnir vegna lundaáts á veitingahúsum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2018 14:08 Páll Ásgeir hyggst mæla með því við ferðamenn að þeir sniðgangi þá staði þar sem lundi er á matseðlinum. En, það á við um Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, staði Hrefnu Sætran. Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira