Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. nóvember 2018 18:45 Betur gekk að ná mengandi efnum úr sementsflutningaskipinu Fjordvik við Helguvíkurhöfn í dag, en í gær. Hafnarstjóri segir að verið sé að tryggja skipið áður en lægð með versnandi veðri gengur upp að landinu á morgun. Illa gekk í gær að dæla eldsneyti úr flutningaskipinu Fjordvik sem situr fast á utan verðum hafnargarðinum í Helguvík eftir að skipið sigldi upp í garðinn aðfararnótt laugardags en slæmt veður varð þegar óhappið átti sér stað. Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra skipsins en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri. Eins og fram hefur komið var hafnsögumaður um borð þegar óhappið átti sér stað. Ef að innsigling Fjordvik hefði heppnast hefði skipið siglt a bakka þara sem sementi hefði verið dælt úr skipinu og í birgðatanka á höfninni . Eins og greint var frá í gær má sjá á ferilvöktun skipsins að það fer öfugu megin við varnargarðinn í innsiglingunni. Útgerð félagsins og tryggingarfélag vinna að því að ná öllum mengandi efnum úr skipinu svo hægt sé að koma því á flott og gengu þær aðgerðir betur í dag en búist að við því að því ljúki í kvöld. Kafarar mynduðu botninn í dag Kafarar tóku myndi af botni skipsins í dag svo hægt sé að leggja mat á það í hvaða ástandi hann er áður en ákveðið verður hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið út á sjó aftur.Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri ReykjaneshafnarVísir/JóiK„Almennt er það þannig að ef skip strandar að þá er reynt að þétta það, taka allan sjó úr því eins og hægt er og láta það fljóta og draga það þá inn þar sem hægt er að vinna betur að því upp á framhaldið,“ segir Halldór karl Hermannsson, hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn. Vonast er til þess að búið verði að tæma það úr skipinu sem þarf áður en að lægð kemur inn á landið á morgun. Halldór segir að skipið verði tryggt á þeim stað þar sem það er, á meðan veðrið gengur yfir. „Það hefur verið bundið með landfestum og meiningin er að tryggja þær ennþá betur, því meðan það er eins og það er, það situr sem sagt á afturendanum inni í grjótgarðinum og framendinn flýtur, og á meðan það snýst ekki úr þeirri stellingu að þá mun það væntanlega sitja svona áfram,“ segir Halldór Karl.Kafarar tóku myndir af botni skipsins í dag. Í framhaldinu verður svo lagt mat á hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið á flot.Vísir/EinarÁ Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Betur gekk að ná mengandi efnum úr sementsflutningaskipinu Fjordvik við Helguvíkurhöfn í dag, en í gær. Hafnarstjóri segir að verið sé að tryggja skipið áður en lægð með versnandi veðri gengur upp að landinu á morgun. Illa gekk í gær að dæla eldsneyti úr flutningaskipinu Fjordvik sem situr fast á utan verðum hafnargarðinum í Helguvík eftir að skipið sigldi upp í garðinn aðfararnótt laugardags en slæmt veður varð þegar óhappið átti sér stað. Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra skipsins en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri. Eins og fram hefur komið var hafnsögumaður um borð þegar óhappið átti sér stað. Ef að innsigling Fjordvik hefði heppnast hefði skipið siglt a bakka þara sem sementi hefði verið dælt úr skipinu og í birgðatanka á höfninni . Eins og greint var frá í gær má sjá á ferilvöktun skipsins að það fer öfugu megin við varnargarðinn í innsiglingunni. Útgerð félagsins og tryggingarfélag vinna að því að ná öllum mengandi efnum úr skipinu svo hægt sé að koma því á flott og gengu þær aðgerðir betur í dag en búist að við því að því ljúki í kvöld. Kafarar mynduðu botninn í dag Kafarar tóku myndi af botni skipsins í dag svo hægt sé að leggja mat á það í hvaða ástandi hann er áður en ákveðið verður hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið út á sjó aftur.Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri ReykjaneshafnarVísir/JóiK„Almennt er það þannig að ef skip strandar að þá er reynt að þétta það, taka allan sjó úr því eins og hægt er og láta það fljóta og draga það þá inn þar sem hægt er að vinna betur að því upp á framhaldið,“ segir Halldór karl Hermannsson, hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn. Vonast er til þess að búið verði að tæma það úr skipinu sem þarf áður en að lægð kemur inn á landið á morgun. Halldór segir að skipið verði tryggt á þeim stað þar sem það er, á meðan veðrið gengur yfir. „Það hefur verið bundið með landfestum og meiningin er að tryggja þær ennþá betur, því meðan það er eins og það er, það situr sem sagt á afturendanum inni í grjótgarðinum og framendinn flýtur, og á meðan það snýst ekki úr þeirri stellingu að þá mun það væntanlega sitja svona áfram,“ segir Halldór Karl.Kafarar tóku myndir af botni skipsins í dag. Í framhaldinu verður svo lagt mat á hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið á flot.Vísir/EinarÁ
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?